Um okkur

Grænlensk – íslenska viðskiptaráðið (GLIS)

Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Grænlandi, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og rástefnum og veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika  á Grænlandi og á Íslandi.  

Markmið ráðsins er að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Grænlandi og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar, viðskipta og stjórnmála.

Er tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við hið opinbera.

Er vettvangur til að fjalla opinberlega um hagsmunamál í viðskiptum Grænlands og Íslands.

Flytur á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum er snerta viðskipti milli  Grænland og Íslands.  

Skipuleggur fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni landanna tveggja.

Stendur vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart grænlenskum og íslenskum yfirvöldum.


Stjórn ráðsins:

Árni Gunnarsson, Iceland Travel - FORMAÐUR

Stjórnarmeðlimir á Íslandi:
Elva Gunnlaugsdóttir, Arctic Services
Hilmar Pétur Valgarðsson, Eimskip
Haukur Óskarsson, Refskegg
Karl Andreassen, Ístak

Stjórnarmeðlimir á Grænlandi:
Arnannguaq Gerstrøm, Usisaat
Jørgen Wæver Johansen, Arctic Prime Fisheries

 

 Framkvæmdastjóri ráðsins er Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir